Þrýstum á Ísrael að aflétta 11 ára herkví á Gaza

Sameinumst fólki alls staðar að úr heiminum og sýnum samstöðu með Palestínumönnum sem eru innilokaðir á Gaza.

Hálfa ævi sína á Gaza hefur Farah einungis haft aðgang að rafmagni í fjórar klukkustundir á dag, ekki haft aðgengi að hreinu vatni og ekki átt kost á að ferðast til að hitta systur sína þar sem ferðafrelsi hennar er verulega skert. Búandi við þessar aðstæður hefur hún misst lífsviljann. Farah er aðeins tuttugu ára gömul.

Í ellefu ár hafa Farah og tvær milljónir Palestínumanna búið í ólöglegri herkví Ísraelsmanna á Gaza. Ísraelar stjórna Gaza úr lofti, á landi og frá sjó og vegurinn frá Rafah að landamærum Egyptalands hefur verið lokaður að mestu allt þetta ár. Farah ásamt öðrum á Gaza er innilokuð líkt og í fangelsi. Þau eru ekki frjáls ferða sinna til og frá Gaza-svæðinu til þess að heimsækja ættingja og vini eða nálgast lífsnauðsynlega læknisþjónustu.  Einnig er takmarkað hversu langt er hægt að fara út á sjó til fiskveiða.

Ísraelar vilja meina að herkví á Gaza sé nauðsynleg af öryggisástæðum en Palestínumönnum er haldið þar nauðugum. Nýlega skipulögðu Palestínumenn fjöldamótmæli við landamæri Ísraels og Gaza og kröfðust þess að milljónir Palestínumanna fengju að snúa aftur til sinna heimabæja og þorpa sem eru núna partur af Ísrael og kölluðu eftir því að herinn færi frá Gaza svæðinu. Rúmlega hundrað manns voru myrtir, þeirra á meðal voru tólf börn og þúsundir særðust af völdum ísraelskra hermanna.

Á meðan Palestínumenn á Gaza jafna sig og endurheimta þrek eftir allan missinn og áföllin, þurfum við að sýna íbúum Gaza samstöðu. Ísraelsríki hefur ekki einungis valdið, heldur ber því lagaleg skylda til að frelsa fólkið úr herkvínni og virða mannréttindi íbúa á Gaza.

Palestínumenn á Gaza biðla til heimsbyggðarinnar um að grípa til aðgerða og við verðum að bregðast við og beita alþjóðlegum þrýstingi á stjórnvöld til þess að sjá breytingu á Gaza-svæðinu.

Skrifaðu undir og sendu skýr skilaboð til forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Ísraels um að þetta ástand lýðist ekki lengur!


Láttu það berast