Netákall Amnesty

Fyrirsagnalisti

Alvarleg árás á samkynhneigða konu í Úkraínu

Hin 28 ára gamla Vitalina Koval er samkynhneigð kona frá Úkraínu. Hún er lykilmanneskja meðal LGBTI fólks í Úkraínu og átti stóran þátt í að koma á fót félagsmiðstöð þar sem LGBTI fólk gat fundið öruggt skjól innan um vaxandi fjandskap í þeirra garð meðal almennings í landinu.

Dæmd til dauða fyrir að myrða nauðgara sinn

Hin 19 ára gamla Noura Hussein var dæmd til dauða í Súdan fyrir morð á manninum sem nauðgaði henni enda þótt hún hafi myrt hann í sjálfsvörn. 

Á yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm fyrir að verja rétt barna til að læra móðurmálið sitt!

Tashi Wangchuk berst fyrir því að tíbesk börn fái að læra móðurmálið sitt í kínverskum skólum.