Netákall Amnesty

Fyrirsagnalisti

HunDruð drepin í valdatíð nýs forseta Filippseyja

Í ræðu sem Duterte forseti flutti þann 5. júní í aðdraganda forsetakosninga Filippseyja virðist hann hvetja borgara landsins til að framfylgja „skyldum“ sínum með því að drepa þá sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaglæpum. Frá því að hann tók við embætti hafa hundruðir grunaðra glæpamanna sem taldir voru tengjast fíkniefnaviðskiptum verið drepnir.

Áströlsk stjórnvöld verða að stöðva ofbeldið á Nauru

Áströlsk stjórnvöld neyða um 1.200 karlmenn, konur og börn sem leitað hafa öryggis í Ástralíu til að búa við skelfilegar aðstæður á eyjunni Nauru. Anna Neistat, reyndasti rannsakandi Amnesty International, greinir frá því hvernig áströlsk stjórnvöld hafi ,,komið á fót kerfi þar sem illri meðferð er beitt af ásettu ráði“ til að letja fólk frá því að koma til landsins á bátum til að leita sér verndar. 

Tyrkland verður að virða réttarríkið og mannréttindi

Þó að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í Tyrklandi er það aldrei yfirsterkara þeim skyldum sem Tyrkland hefur að gegna samkvæmt alþjóðalögum og má ekki að hafa að engu það frelsi og þá vernd sem svo hart hefur verið barist fyrir.