Netákall Amnesty

Fyrirsagnalisti

Tyrkland: Berið Virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

 

Þann 25. ágúst síðastliðin beitti lögrelan í Istanbúl táragasi og vatnsbyssum til að tvístra upp friðsamlegum mótmælum. Umrædd mótmæli samanstóðu aðallega af konum sem margar hverjar eru á áttræðisaldri og þekktar sem Laugardagsmæðurnar (e. Saturday Mothers). Konurnar hafa staðið fyrir friðarvökum þar sem þær og fleiri mótmæla brotthvörfum ættingja þeirra frá því um miðjan 10. áratuginn. Tyrknest yfirvöld hafa nú bannað vökurnar.

 

Japan: Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

 

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn dauðarefsingum. Af því tilefni viljum við vekja athygli á slæmum afleiðingum varðhaldsvistar þeirra sem sitja á dauðadeild í Japan og máli Matsumoto Kenji. Matsumoto er haldinn ranghugmyndum sem að öllum líkindum má rekja til langvarandi einangrunarvistar á meðan hann hefur beðið aftöku sinnar. Yfirvöld hafa ekki veitt neinar upplýsingar um hvenær aftakan muni fara fram. Í bréfi Matsumoto Kenji lýsti hann ótta sínum af því að heyra endurtekið í öðrum föngum þegar farið er með þá úr klefum sínum í aftöku.

 

Erítrea: Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

 

Þann 17. september síðastliðinn fóru öryggisverðir með Berhane Aberhe, fyrrverandi fjármálaráðherra Erítreu, á ótilgreindan stað nokkrum dögum eftir útgáfu bókar hans þar sem hann hvatti Erítreumenn til að mótmæla stefnumálum stjórnvalda með friðsömum hætti. Ekkert hefur spurst til hans síðan.

 

Kongó: Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

 

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræðislegra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræðislegum og áreiðanlegum kosningum sem eru aðgengilegar öllum.