Netákall Amnesty

Fyrirsagnalisti

Mexíkó: 14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

Að ganga örugg heim úr skóla er ekki sjálfsagt fyrir börn í Mexíkó, José Adrián var ekki þeirrar gæfu aðnjótandi. Fyrir tveimur árum var hann beittur ofbeldi sem veldur honum vanlíðan enn þann dag í dag, ástæðan er sú að árásarmennirnir, lögreglumenn á svæðinu, ganga enn lausir.

Þrýstum á Ísrael að aflétta 11 ára herkví á Gaza

Sameinumst fólki alls staðar að úr heiminum og sýnum samstöðu með Palestínumönnum sem eru innilokaðir á Gaza.

Hálfa ævi sína á Gaza hefur Farah einungis haft aðgang að rafmagni í fjórar klukkustundir á dag, ekki haft aðgengi að hreinu vatni og ekki átt kost á að ferðast til að hitta systur sína þar sem ferðafrelsi hennar er verulega skert. Búand við þessar aðstæður hefur hún misst lífsviljann. Farah er aðeins tuttugu ára gömul.

Íran: Leysið mannréttindafrömuðinn Nasin Sotoudeh úr haldi

Nasin Sotoudeh, verðlaunaður mannréttindalögfræðingur, hefur verið fangelsuð fyrir það eitt að sinna starfi sínu.