Mjanmar: Fyrrum barnahermaður fangelsaður fyrir að tala við fjölmiðla

Aung Ko Htwe var aðeins þrettán ára þegar honum var rænt á lestarstöð og hann neyddur til að gerast barnahermaður í her Mjanmar. 

Í dag er hann tuttugu og sex ára og afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að hafa talað opinskátt um reynslu sína í útvarpsviðtali. 

Aung Ko Htwe hefur þó andmælt sakfellingu sinni af miklu hugrekki en ástandið í heimalandi hans einkennist af undirokun og kúgun. Hann segist ekki hafa neina trú á dómskerfinu og neitar að taka þátt í réttarhöldunum. Vegna mótspyrnu sinnar á Aung Ko Htwe því yfir höfði sér annan þriggja ára dóm.

Her Mjanmar rændi Aung Ko Htwe æskunni. Nú reyna yfirvöld að hrifsa af honum framtíð sína líka.   

En það er von. Alþjóðlegur þrýstingur hefur leitt til þess að þúsundir fanga í Mjanmar hafa verið leystir úr haldi. Fjöldamörgum föngum hefur verið veitt sakaruppgjöf, blaðamennirnir fimm eða ,,Eining 5” (e. “Unity 5”) voru leystir úr haldi árið 2016 og stúdentaleiðtoginn Phyoe Phyoe Aung árið 2015.

Aung Ko Htwe þarf á þínum stuðningi að halda. Vilt þú standa með honum?

Segið stjórnvöldum í Mjanmar að sleppa Aung Ko Htwe úr haldi, skilyrðislaust, án tafar og breyta lögunum svo allir njóti réttarins til tjáningarfrelsis.


Láttu það berast