Hætta lífinu til að bjarga landi í sinni eigu

Líf Lence-frumbyggja í Hondúras veltur að miklu leyti á landinu sem þeir eiga. En eigendur vatnsaflsvirkjunar og námugraftar, ásamt öðrum hagsmunaaðilum, hafa í hyggju að arðræna frumbyggjana. MILPAH, sem táknar Óháð hreyfing Lenca-frumbyggja í La Paz, er í fararbroddi baráttunnar gegn umræddum hagsmunaaðilum. Meðlimir hreyfingarinnar sæta rógsherferðum, líflátshótunum og ofbeldi í baráttu sinni við að vernda landið sitt en gerendurnir eru sjaldan sóttir til saka.

Reynsla Lence-frumbyggja er dæmigerð fyrir aðgerðasinna í Hondúras sem er hættulegasta land í heimi að búa í fyrir umhverfissinna og aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum frumbyggja. Ekki eru allir svo heppnir að lifa af. Berta Cáceres, sem starfaði fyrir samstarfsfélag MILPAH, barðist gegn uppbyggingu vatnsaflsvirkjunar og var myrt árið 2016.

Í október 2015 var Ana Miriam Romero, meðlimur í MILPAH, gengin 24 vikur þegar vopnaðir menn ruddust inn á heimili hennar, í leit að eiginmanni hennar, og gengu í skrokk á henni. Í janúar sama ár var heimili Ana Miriam brennt til grunna. Í júlí 2016 hótuðu tveir menn að drepa samstarfsmann hennar,  Martín Gómez. „Við höfum engin vopn, við eigum enga peninga,“ segir Martín Gómez. „En við eigum rödd og það gerir okkur kleift að ná raunverulegum árangri.“ Ljáðu þessu hugrakka fólki þína rödd. 

Krefðu stjórnvöld í Hondúras um að vernda meðlimi MILPAH strax!


Láttu það berast