Stöðvið sprengjuárásir á óbreytta borgara í Austur-Ghouta

Sýrlensk stjórnvöld, í bandalagi við Rússland, varpa sprengjum á sitt eigið fólk í Austur-Ghouta. Hundruð hafa fallið í árásunum og enn fleiri særst. Þetta er ekki nýlunda fyrir fólkið í Austur-Ghouta. Það hefur ekki aðeins þjáðst vegna grimmilegs umsáturs síðastliðin sex ár, heldur er það núna lokað inni vegna daglegra árása þar sem vísvitandi er verið að myrða það og örkumla. Það fellur undir svívirðilega stríðsglæpi.  Í sex ár hefur alþjóðasamfélagið staðið aðgerðalaust hjá á meðan sýrlensk stjórnvöld hafa refsilaust með öllu framið glæpi gegn mannúð og stríðsglæpi.
Börn og eldri borgarar láta lífið vegna vannæringar og skorts á lyfjagjöf.

Krefðu stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi um að binda enda á sprengjuárásirnar og aflétta tafarlaust ólöglegu umsátri í Austur-Ghouta.

Það verður að stöðva árásirnar á óbreytta borgara án tafar og veita óhindraðan aðgang fyrir mannúðarstarf.

Okkur tókst að skapa þrýsting og hávaða um heim allan fyrir Aleppo og við getum náð árangri í að aðstoða fólkið sem nú verður fyrir stöðugum sprengjuárásum í Austur-Ghouta.

 Sjá nánari upplýsingar

 

 


Láttu það berast