Borin út og áreitt fyrir að verja réttinn til húsnæðis

Ni Yulan hefur mætt ofbeldi af hálfu kínverskra yfirvalda í árafjöld fyrir að verja rétt þeirra sem eru þvingaðir burt af heimilum sínum. Sem fyrrverandi lögfræðingur hefur hún aðstoðað fjölda fólks sem neytt er brott af eigin heimilum vegna ábatasamra byggingarverkefna. Ni Yulan var á meðal þúsunda  sem misstu heimili sín þegar þau voru eyðilögð í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking árið 2008.

Stjórnvöld hafa brugðist við baráttu Ni Yulan með því að áreita hana og fjölskyldu hennar í þeim tilgangi að binda enda á aðgerðastarfið. Þau hafa handtekið hana hvað eftir annað og í eitt skipti var hún barin svo illa í varðhaldi að hún neyðist til að notast við hjólastól í dag. Stjórnvöld hafa fylgst með Ni Yulan í tuttugu ár, sett hana og fjölskyldu hennar undir eftirlit, hótað þeim og borið þau út af hverju heimilinu á fætur öðru.

Í mars 2016 neituðu yfirvöld henni um vegabréf til að ferðast til Bandaríkjanna til að taka við  alþjóðlegum verðlaunum sem henni voru veitt fyrir hugrekki sitt. Í apríl 2017 réðust menn inn í íbúð sem hún leigði, gripu hana, eiginmann hennar og dóttur og hentu þeim út af heimilinu. Eftir að hafa neyðst til að sofa á götunni um tíma komst fjölskyldan í bráðabirgðahúsnæði sem er undir stöðugu eftirliti  lögreglunnar. Þrátt fyrir þetta ætlar Ni Yulan ekki að hætta að aðstoða fólk við að leita réttar síns. Nú er komið að okkur að veita henni stuðning.

Krefðu stjórnvöld í Kína um að hætta ofsóknum gegn Ni Yulan.

 


Láttu það berast