Mótmæltu nýrri forsetatilskipun Trumps sem mun skaða viðkvæmasta hóp flóttamanna

Nýjar pakkningar, sami óttinn og sama hatrið!

Trump Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir nýja forsetatilskipun. Hún kveður á um að hlé skuli gert á móttöku allra flóttamanna til Bandaríkjanna og ferðabann sett á fólk frá sex ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.

Framkvæmdastjóri Amnesty International Salil Shetty lét eftirfarandi orð falla í mótmælaskyni við nýju forsetatilskipunina: „Eindregin viðleitni Trumps Bandaríkjaforseta til að loka á þá sem flýja þann hrylling sem hann segist vera að berjast gegn mun lifa sem einn myrkasti kaflinn í sögu Bandaríkjanna. Sú hugmynd að þessi tilskipun efli þjóðaröryggi stenst ekki nokkra skoðun. Hún endurvekur einungis ýmis ógeðfelldustu atriðin í fyrri forsetatilskipun hans, er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem Bandaríkin hafa lengi sagst berjast fyrir og er ógn við vonir þúsunda flóttamanna sem áttu að fá hæli í Bandaríkjunum.“

Nýja forsetatilskipunin getur haft víðtæk áhrif á fjölskyldur sem hafa flúið rústirnar í Aleppo eða sprengjur og hungursneyð í Jemen. Þetta er fólk sem flýr ógnir og á skilið að hljóta vernd.

Hjálpaðu okkur að senda skýr skilaboð til Trumps, þar sem við krefjum hann um að afturkalla þessa nýju forsetatilskipun. Skorum á forseta Bandaríkjanna að hætta að misnota vald sitt, standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart viðkvæmasta hópi flóttamanna og binda enda á ferðabann sem mismunar fólki á grundvelli þjóðernis og trúar. 

 


Láttu það berast