Norður-Kórea: Ung kona og fjögurra ára sonur hennar eiga í hættu lífstíðardóm í fangabúðum

Koo Jeong-hwa er aðeins 24 ára gömul en hefur setið í fangelsi í Norður-Kóreu frá 3. desember 2017. Hún bíður nú dómsúrskurðar öryggismálaráðuneytisins sem búist er við að liggi fyrir í mars. Hætta er á að Koo Jeong-hwa hljóti lífstíðardóm í pólitískum fangabúðum í Norður-Kóreu ásamt fjögurra ára syni sínum þar sem þau munu að öllum líkindum sæta nauðungarvinnu, pyndingum og annarri illri meðferð.

Koo Jeong-hwa flúði með son sinn til Sinuiji í Kína nálægt landamærum Norður-Kóreu þar sem þau voru handtekin og sett í varðhald ásamt átta öðrum Norður-Kóreubúum. Þeim var öllum snúið aftur heim þar sem þau sæta rannsókn yfirvalda í Norður-Kóreu og eru í varðhaldi. Yfirvöld höfðu samband við móður Koo Jeong-hwa og tilkynntu að dóttir hennar hafði framið landráð með því að yfirgefa Norður-Kóreu. Litið er á landráð sem glæp gegn ríkinu og fer öryggismálaráðuneytið með dómsvaldið þegar um slíka glæpi ræðir. Sama ráðuneyti stýrir einnig pólitískum fangabúðum í landinu. Samkvæmt hegningarlögum í Norður-Kóreu er unnt að beita dauðarefsingunni gegn einstaklingum 18 ára og eldri ef þeir gerast sekir um landráð.

Fjögurra ára syni Koo Jeong-hwa var upphaflega haldið föngum ásamt móður sinni á varðhaldsstöð í Moeryeong en var sendur heim eftir 20 daga. Þegar drengurinn snéri heim var hann kalinn á höndum og fótum. Þó hann sé ekki lengur í varðhaldi á hann í hættu að vera sendur í fangabúðir með móður sinni verði hún fundin sek því allir sem eru venslaðir þeim sem eru fundnir sekir um glæpi gegn ríkinu eru sjálfkrafa sekir. 

Gríptu tafarlaust til aðgerða!


Láttu það berast