Grikkland: Flóttafólk fast á grísku eyjunum

Þúsundir einstaklinga, sem sóttust eftir vernd í Evrópu, eru fastir í flóttamannabúðum sem styrktar eru af Evrópusambandinu á eyjum sem liggja við Grikklandsstrendur. Lífskjör þeirra versna dag frá degi. Þeir eru neyddir til að dvelja í skítugum búðum sem eru yfirfullar og margir hafa ekki um annað að velja en að sofa í illa útbúnum tjöldum eða á sjálfri jörðinni.

Þessar hörmungar eiga sér stað þar sem Grikkland með stuðningi evrópskra stjórnvalda meinar fólki að yfirgefa eyjurnar og halda yfir á meginlandið og vísar þar í samkomulag Evrópusambandsins við Tyrki. En það er ekkert sem réttlætir að halda fólki í eymd við fótskör Evrópu. Stjórnvöld í Grikklandi, með stuðningi annarra evrópskra stjórnvalda, geta breytt þessu. Þau geta í sameiningu tryggt að engin þurfi að sofa í kulda í tjaldi. Þeir þurfa að binda enda á þessa ómanneskjulegu innilokunarstefnu og opna eyjarnar. Aðgerðasinnar Amnesty International um allan heim nota samfélagsmiðilinn Twitter til að vekja athygli á málinu með því að nota kassamerkið #OpenTheIslands.

Þrýstu á forsætisráðherra Grikklands að hætta að loka flóttamenn inni á grísku eyjunum og þrýstu á að aðrir evrópskir stjórnmálamenn styðji Grikki í þeim aðgerðum.


Láttu það berast