Indónesía: 15 ára stúlka fangelsuð fyrir að gangast undir meðgöngurof eftir nauðgun

Efnisviðvörun: nauðgun, sifjaspell, barnaníð

15 ára stúlka hefur verið fangelsuð í Indónesíu fyrir að gangast undir meðgöngurof eftir að bróðir hennar nauðgaði henni.

Stúlkan hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi og bróðir hennar á yfir höfði sér kæru fyrir að aðstoða hana við að gangast undir meðgöngurofið. Meðföngurof er aðeins leyft í mjög fáum tilfellum og konur sem gangast undir ólöglegt meðgöngurof geta verið dæmdar í allt að fjögurra ára fangelsi.

Bróðir stúlkunnar viðurkenndi að hafa nauðgað henni og að hafa hótað að lúskra á henni þegar hún neitaði honum um kynmök. Hann hefur nú verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Ekkert af þessu er henni að kenna. Stúlkan hefur gengið í gegnum eitthvað sem enginn á að þurfa að upplifa og á að hljóta stuðning, ekki refsingu.

Baráttufólk fyrir réttindum barna og kvenna hefur lagt fram formlega kvörtun vegna ákvörðunarinnar um að fangelsa hana.

Fjöldi fólks berst nú fyrir frelsi stúlkunnar. Vilt þú vera hluti af þeim hópi?

Segið indónesískum yfirvöldum að leysa stúlkuna strax úr haldi og afglæpavæða meðgöngurof undir öllum kringumstæðum í Indónesíu.

 


Láttu það berast