Barn í haldi – Bregstu við strax!

Palestínski aðgerðasinninn Ahed Tamimi er aðeins 16 ára gömul en hún hefur verið nefnd „Rosa Parks Palestínu“. Árum saman hefur Ahed og fjölskylda hennar háð baráttu gegn landnámi Ísraela.
Sá skelfilegi atburður átti sér stað þann 15. desember 2017 að ísrelskir hermenn skutu Mohammed, 14 ára frænda Ahed, í höfuðið af stuttu færi þegar þau mótmæltu ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Síðar sama dag stóð Ahed einnig frammi fyrir ísraelskum hermönnum sem farið höfðu inn í garð á heimili fjölskyldu hennar. Myndband sem náðist af atvikinu sýnir óvopnaða unglingsstúlku slá til, ýta við og sparka í tvo vopnaða ísraelska hermenn sem klæðast hlífðarbúningi. Það er augljóst að hermönnunum stafaði engin ógn af Ahed enda ýttu þeir henni auðveldlega til hliðar.
Ahed á nú yfir höfði sér tíu ár í fangelsi, refsingu sem er í hróplegu ósamræmi við verknaðinn. Hún er ákærð fyrir grófa líkamsárás, að egna til ófriðar og trufla störf hermanna.
Réttarhöldin yfir henni fara fram von bráðar í herdómstól sem sker úr um sakamál ungmenna og því verðum við að bregðast við á skjótan og áhrifaríkan hátt.
Ahed Tamimi hefur ekkert unnið sér til saka sem réttlætt getur áframhaldandi varðhaldsvistun á 16 ára barni. Hún er ein af 350 börnum sem ísraelski herinn heldur föngum á varðhaldsstöðvum.

Þrýstu á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels!


Láttu það berast